7. desember 2022 kl. 15:20
Erlendar fréttir

Jólaverkfall starfsmanna landamæraeftirlits

Starfsmenn landamæraeftirlits á Bretlandi ætla í verkfall í kringum jólahátíðina. Frá þessu greindi verkalýðsfélag þeirra í dag. Verkfallsaðgerðir hefjast 23. desember og standa þá allt til 26. desember. Þá ætla þeir að leggja niður störf 28. til 31. desember. Verkföllin eiga til að mynda eftir að hafa áhrif á starfsemi flugvallanna í Birmingham, Cardiff, Gatwick, Glasgow, Heathrow, Manchester og Port of Newhaven.