12. desember 2022 kl. 14:22
Erlendar fréttir

Þrír drengir látnir eftir slys á ísilögðu vatni nálægt Birmingham

Þrír drengir á aldrinum átta til ellefu ára eru látnir eftir að þeim var bjargað upp úr ísilögðu vatni nálægt bænum Solihull í Bretlandi í gær. Fjórði drengurinn sem var með þeim liggur nú á sjúkrahúsi og berst fyrir lífi sínu.

Lögregla var kölluð út í eftirmiðdaginn í gær, og lögreglumenn og viðstaddir óðu út í vatnið til að bjarga drengjunum. Þeir voru allir fluttir á sjúkrahús í Birmingham, en þrír þeirra voru of langt leiddir til að hægt væri að bjarga þeim.

Ekki er vitað til þess að fleiri börn hafi verið á staðnum, en lögregla hefur í dag leitað í og við vatnið til að taka af allan vafa um það.

Police search teams at the scene after children fell through ice,in Babbs Mill Park in Kingshurst, Solihull, England, Monday, Dec. 12, 2022. Three young boys who fell through ice covering a lake in central England have died and a fourth remains hospitalized as weather forecasters issued severe weather warnings for large parts of the United Kingdom. Rescuers pulled the boys, aged 8, 10 and 11, from the icy waters Sunday afternoon and rushed them to the hospital in the West Midlands, about 100 miles (160 kilometers) north of London. But they could not be revived after suffering cardiac arrest. (Matthew Cooper/PA via AP)
AP