15. desember 2022 kl. 1:36
Erlendar fréttir

Dauðs­föll af völdum hvirf­il­bylja í Lou­isi­ana-ríki

Kona og sonur hennar fórust þegar hvirfilbylur geisaði um bandarísku borgina New Orleans á miðvikudagskvöld að staðartíma. Sjö eru talin slösuð en ekki er vitað um fleiri dauðsföll.

Hvirfilbyljaviðvörun var gefin út fyrir suðaustanvert Louisianaríki og almenningur hvattur til að leita skjóls. Ríkisstjórinn hefur lýst yfir neyðarástandi en hvirfilbyljir hafa gengið yfir Louisiana undanfarna daga. Vegum hefur verið lokað og rafmagnslínur fallið. Tafir hafa orðið á fjórða þúsund flugferðum og á annað hundrað alveg felldar niður.