15. desember 2022 kl. 11:32
Erlendar fréttir
Tveir létu lífið í 30 til 40 bíla árekstri
Tveir létu lífið á Norður-Jótlandi í Danmörku í morgun þegar hátt í 40 bílar lentu í árekstri á veginum milli Randers og Hobro. Eins og sést á myndinni rákust bílarnir saman á hraðbraut þar sem tvær akbrautir eru í sömu átt. Lögregla segir við danska fjölmiðla að vegurinn verði lokaðir í langan tíma. Flestir sluppu með minniháttar meiðsli en talið er að minnst einn sé alvarlega slasaður. Mikil hálka var á veginum. Lögregla gerir ráð fyrir að vera lengi að störfum á vettvangi og hefur beðið ökumenn að halda kyrru fyrir í bílum sínum, í það minnsta á meðan umferð sjúkrabíla er töluverð á slysstað.