22. desember 2022 kl. 4:27
Erlendar fréttir
Hafa fargað 1,7 milljónum bóluefnaskammta
Norska heilsugæslan hefur neyðst til að farga 1,7 milljónum skammta af bóluefni gegn COVID-19, vegna lítils áhuga Norðmanna á að þiggja fjórðu sprautuna gegn þessum vágesti sem setti heiminn á annan endan um ríflega tveggja ára skeið. Norska blaðið Aftenposten greinir frá því að einungis fjögur prósent Norðmanna undir 65 ára aldri hafi þegið boð um fjórða skammtinn, og vísar í gögn heilsugæslunnar.
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi mæla eindregið með því að 65 ára og eldri þiggi þennan örvunarskammt, og líka fólk í hinum ýmsu áhættuhópum, þar sem virkni bóluefnisins minnki með tímanaum og hætt sé við að þau veikist alvarlega, smitist þau af COVID-19. Hér á landi eru 60 ára og eldri hvött til að þiggja fjórða skammtinn.