30. desember 2022 kl. 1:17
Erlendar fréttir
Framkvæmdastjóri WHO segir Kínverja þurfa að upplýsa um stöðu faraldursins
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, kveðst skilja ástæður þess að nokkur ríki hafa gripið til þess að krefjast neikvæðra COVID-19 sýna frá kínversku ferðafólki.
Tedros segir Kínverja þurfa að láta stofnuninni í té ítarlegar upplýsingar um stöðu mála í landinu en faraldurinn geisar þar af miklum krafti eftir að ströngum sóttvarnartakmörkunum var aflétt.
Tedros hefur nokkrum sinnum áður lýst áhyggjum af útbreiðslu faraldursins í Kína og upplýsingaskorti þarlendra yfirvalda.