6. janúar 2023 kl. 4:47
Erlendar fréttir
Prófessor Hillary Clinton
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hefur verið skipuð prófessor í alþjóðavísindum við hinn virta Columbia-háskóla í New York. Í yfirlýsingu segist Clinton hlakka til að verða Columbia-háskólanum að liði við að mennta næstu kynslóð bandarískra og alþjóðlegra leiðtoga, segir í frétt AP-fréttastofunnar.