13. janúar 2023 kl. 0:46
Erlendar fréttir
Georgieva reiknar með atvinnuleysi og áframhaldandi stýrivaxtahækkunum
Formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Kristalina Georgieva, sagði ríki heims enn eiga eftir að finna fyrir endanlegum áhrifum efnahagsþrenginga. Verðbólgan haldi þrjósku sinni áfram, og störfum seðlabanka því ekki lokið, að hennar sögn. Þau orð benda til þess að enn eigi seðlabankar heims eftir að hækka stýrivexti sína. Georgieva sagði jafnframt að þrengingarnar eigi að öllum líkindum eftir að bitna á vinnumarkaðnum, með tilheyrandi atvinnuleysi.