13. janúar 2023 kl. 13:41
Erlendar fréttir

Spacey neitar sök í kynferðisbrotamáli

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey neitaði sök við fyrirtöku í kynferðisbrotamáli gegn honum í Lundúnum í morgun.

epa10015714 US actor Kevin Spacey (C) departs Westminster Magistrates Court in London, Britain, 16 June 2022. Spacey has been charged with four counts of sexual assault against three men.  EPA-EFE/NEIL HALL
RÚV / EPA

Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2001 til 2005. Spacey kom fyrir dóminn með aðstoð fjarfundabúnaðar. Spacey hefur verið alls verið ákærður fyrir tólf brot gegn fjórum karlmönnum. Í júlí neitaði hann sök í máli þriggja manna þar sem hann er sakaður um fimm brot.