20. janúar 2023 kl. 0:54
Erlendar fréttir
Forstjóri CIA heimsótti Úkraínu
William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fór í leynilega heimsókn til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í lok síðustu viku. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, sem segir Burns meðal annars hafa fundað með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í þessari ferð sinni.
Haft er eftir ónafngreindum heimildarmönnum að Burns hafi farið til Úkraínu til að upplýsa forsetann og lykilfólk á sviði varnar- og leyniþjónustumála, um það sem hann og sérfræðingar CIA telja Rússa ætla sér að gera þar í landi á næstu vikum og mánuðum.