27. janúar 2023 kl. 23:50
Erlendar fréttir
Lögregla í Kristiansand yfirbugaði vopnaðan mann
Lögregla í norsku borginni Kristansand yfirbugaði mann sem veifaði skotvopni í miðborginni í kvöld.
Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins var maðurinn skotinn í fótinn en lögreglumenn mátu stöðuna svo að hættu stafaði af honum.
Tilkynning barst fyrr í kvöld um að vopnaður maður væri á ferli og þegar lögreglumenn nálguðust hann hafði hann uppi ógnandi tilburði sem leiddu af sér að hann var skotinn. Hluti miðborgarinnar var lokaður af um tíma en sérsveit lögreglu og rannsóknarlögregla hafa í sameiningu tekið við rannsókn málsins.