31. janúar 2023 kl. 12:03
Erlendar fréttir

Frakk­ar mót­mæla hækkun eft­ir­launa­ald­urs

Búist er við að meira en milljón mótmælendur streymi út á götur og stræti Parísar og annarra borga í Frakklandi, til að mótmæla áformum stjórnvalda um hækkun eftirlaunaaldurs í 64 ár. Breytingar á eftirlaunakerfinu eru meðal helstu stefnumála Macrons, forseta Frakklands, en þessar breytingar hafa mætt gríðarmikilli mótstöðu undanfarnar vikur.

Almenningssamgöngur og skólahald liggja að stórum hluta niðri í dag vegna verkfalla sem skipulögð hafa verið í tengslum við mótmælin.