8. febrúar 2023 kl. 16:19
Erlendar fréttir
Zelensky til Frakklands í kvöld
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er væntanlegur til Parísar í kvöld. Frá þessu greinir franska forsetaembættið í fréttatilkynningu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur á móti Zelensky og reiknað er með að Olaf Scholz kanslari Þýskalands sitji með þeim.
Forsvarsmenn Evrópusambandsins vonast til þess að Zelensky mæti á fund þeirra í Brussel á morgun.