9. febrúar 2023 kl. 6:07
Erlendar fréttir
Europol handtók 28 grunaða um umfangsmikið mansal
Evrópulögreglan Europol hefur 28 í haldi sem grunað er um aðild að umfangsmiklu alþjóðlegu mansali, einn á Spáni og 27 í Belgíu.
Glæpahringurinn er talinn hafa haldið hundruðum kínverskra kvenna föngnum í skuldaánauð víðs vegar um Evrópu beitt þær skipulögðum nauðgunum. Lögregluyfirvöld í Belgíu, Þýskalandi, Póllandi, Spáni og Sviss tóku þátt í aðgerðunum en rannsókn hefur staðið um þriggja ára skeið.
Glæpamennirnir beittu kínverskum skilaboðaþjónustum við að lokka konurnar í gildru sína en þeim var smyglað til Evrópu með því að nota fölsuð skilríki og dvalarleyfi.