16. febrúar 2023 kl. 1:23
Erlendar fréttir

Táningar handteknir fyrir morð á 16 ára stúlku í Bretlandi

Fjöldi fólks minnist Brianna Ghey.
EPA

Fimmtán ára piltur og stúlka voru í gær ákærð fyrir morðið á hinni 16 ára gömlu Brianna Ghey í Warrington í Englandi um helgina. Vegfarendur fundu Ghey látna við göngustíg í almenningsgarði í Warrington á laugardag. Hún var stungin til bana. Pilturinn og stúlkan voru handtekin degi síðar.

Lögreglan rannsakar hvort morðið á Ghey sé hatursglæpur. Hún var transstelpa, og var með stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlinum Tiktok. Málið hefur vakið mikil viðbrögð í Bretlandi og víðar í heiminum.

Transfáni til minningar um Brianna Ghey.
EPA