16. febrúar 2023 kl. 5:58
Erlendar fréttir
Vilja að Bandaríkin sanni að þau hafi ekki sprengt Nord stream
Rússar vilja fá að sjá sönnun þess að Bandaríkin hafi ekki borið ábyrgð á skemmdunum á Nord stream gasleiðslunum sem liggja frá Rússlandi til Þýskalands. Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Moskvu sögðu í fyrra að skemmdarverkin væru alþjóðleg hryðjuverk og vilja ekki að niðurstöðum rannsóknar á þeim verði sópað undir teppið.
Sendiherrann vísaði í bloggfærslu frá blaðamanninum Seymour Hersh. Hann kveðst hafa eftir ónafngreindum heimildamanni að Bandaríkjaher hafi komið sprengiefni fyrir á gasleiðslunum samkvæmt skipun Joe Biden forseta. Hvíta húsið hafnar þessu alfarið.