23. febrúar 2023 kl. 8:11
Erlendar fréttir

Áður óþekktar stjörnuþokur séðar úr James Webb sjónaukanum

James Webb sjónaukinn náði á dögunum myndum af sex áður óþekktum vetrarbrautum. Vetrarbrautirnar eru jafnframt þær elstu sem hafa fundist og verða vísindamenn að endurrita söguna um upphaf alheimsins. Talið er að þær hafi myndast um 540 til 770 milljón árum eftir Miklahvell, sem varð fyrir um 13,8 milljörðum ára. Vetrarbrautirnar eru á stærð við þá sem jörðin tilheyrir, en er um 30 sinnum þéttari. Joel Leja, stjörnufræðiprófessor við Penn State háskólann í Bandaríkjunum, segir vísindamenn hafa búist við því að finna pínulitlar vetrarbrautir svona órafjarri, en raunin hafi verið önnur. Frekari upplýsingar um uppgötvanir vísindamanna úr myndefni James Webb sjónaukans er að finna í nýjasta hefti vísindaritsins Nature.

Myndir af áður óþekktum vetrarbrautum frá James Webb sjónaukanum.
NASA / James Webb sjónaukinn