6. mars 2023 kl. 13:29
Erlendar fréttir

Tikhanovskaya dæmd í Belarus

Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarus, var dæmd í 15 ára fangelsi í landinu í dag fyrir að leiða mótmæli gegn leiðtoga landsins. Hún hefur verið í útlegð undanfarin þrjú ár og var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna.

Tikhanovskaya bauð sig fram gegn Alexander Lukashenko, forseta Belarus, í forsetakosningum árið 2020.

Tikhanovskaya heitir því að halda áfram baráttu sinni fyrir hönd pólitískra fanga í Belarus.

„Í dag hugsa ég ekki um eigin dómsuppkvaðningu. Ég hugsa um þúsundir saklausra manna, sem er haldið föngnum og dæmdir til raunverulegrar fangelsisvistar. Ég ann mér ekki hvíldar fyrr en hver og einn þeirra hefur verið látinn laus,“ segir hún á samfélagsmiðlum eftir að dómurinn var kveðinn upp yfir henni.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, bauð henni til landsins í júlí 2021 og átti hún fundi með honum, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleirum.