21. mars 2023 kl. 23:46
Erlendar fréttir

Jarðskjálfti af stærðinni 6,5 í Afganistan

Að minnsta kosti níu fórust þegar jarðskjálfti af stærðinni sex komma fimm reið yfir Pakistan og Afganistan í dag.

Að sögn Bilals Faizi, talsmanns almannavarna í Pakistan, fórust flest þegar þök húsa hrundu yfir þau. Vitað er að tugir slösuðust í skjálftanum sem átti upptök sín í Hindu Kush fjallgarðinum í Afganistan. Skjálftinn varð til þess að aurskriður féllu víða, meðal annars yfir vegi sem varð til þess að umferð raskaðist.