10. apríl 2023 kl. 5:21
Erlendar fréttir

Bandarískur eldflaugaspillir í Suður-Kínahafi

Bandaríski eldflaugaspillirinn USS Milius er nú á siglingu um svæði í Suður-Kínahafi sem Kínverjar segjast ráða, í um þrettán hundruð kílómetra fjarlægð frá Taívan. Kínversk stjórnvöld segja siglingu skipsins ólögmæta en Bandaríkjamenn segjast í fullum rétti að sigla um þær slóðir.

Varnarmálaráðuneyti Taívan segir ellefu kínverskra herskipa hafa orðið vart við eyna í morgun, og næstum sextíu orrustu- og herþotna. Kínverjar hafa sett á svið afkróun Taívan samkvæmt yfirlýsingu hernaðaryfirvalda.

Seinasti dagur þriggja daga heræfinga Kínverja er upprunninn, þar sem ýmsar útfærslur af árásum á Taívan hafa verið æfðar. Kínverjar greindu frá því í nótt að flugmóðurskipið Shangdong taki þátt í æfingunum og að flugvélar með hlaðin vopn hefðu sviðsett árás á Taívan.