22. apríl 2023 kl. 4:32
Erlendar fréttir
Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga Súdanhers
Öryggi bandarískra borgara var meðal þess sem Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ræddi símleiðis við Abdel Fattah al-Burhan, leiðtoga Súdanhers í gær.
Þeir ræddu sömuleiðis þau grimmilegu átök milli hersins og uppreisnarsveita RSF sem geisað heila viku og kostað hundruð mannslífa.
Bandaríkin líkt og önnur ríki leita nú leiða til að koma eigin ríkisborgurum á brott frá Súdan en RSF kvaðst í gær reiðubúið að opna flugvelli landsins að hluta svo það mætti verða.