22. apríl 2023 kl. 4:32
Erlendar fréttir

Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga Súdanhers

epa09875768 Chairman of the Joint Chiefs General Mark Milley testifies before the Senate Armed Service Committee in the Dirksen Senate Office Building in Washington, DC, USA, 07 April 2022. Austin and Chairman of the Joint Chiefs General Mark Milley were scheduled to discuss their annual budget request but were asked repeatedly about Russia's invasion of Ukraine.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
EPA / EPA-EFE

Öryggi bandarískra borgara var meðal þess sem Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ræddi símleiðis við Abdel Fattah al-Burhan, leiðtoga Súdanhers í gær.

Þeir ræddu sömuleiðis þau grimmilegu átök milli hersins og uppreisnarsveita RSF sem geisað heila viku og kostað hundruð mannslífa.

Bandaríkin líkt og önnur ríki leita nú leiða til að koma eigin ríkisborgurum á brott frá Súdan en RSF kvaðst í gær reiðubúið að opna flugvelli landsins að hluta svo það mætti verða.