24. apríl 2023 kl. 4:57
Erlendar fréttir
Meiðyrðamál gegn Trump tekið fyrir á morgun
Meiðyrðamál E. Jean Carroll, fyrrverandi blaðamanns, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verður tekið fyrir á morgun hjá alríkisdómstóli á Manhattan.
Carroll höfðaði meiðyrðamálið gegn Trump eftir að hann sakaði hana um að hafa logið upp á hann kynferðisbroti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Telji kviðdómur að á því séu yfirgnæfandi líkur ber Trump að greiða Carroll miskabætur. Hann staðhæfði að tilgangur hennar með ásökuninni hafi verið að auka sölu á æviminningum sínum. Einnig segir Trump Carroll taka þátt í umfangsmiklum pólítískum nornaveiðum gegn sér.