25. apríl 2023 kl. 20:34
Erlendar fréttir

Hlutabréf í First Republic bankanum féllu um 49 prósent

Hlutabréf bandaríska bankans First Republic féllu um 49% í dag eftir að bankinn tilkynnti um mikla lækkun innlána - eða tap upp á meira en hundrað milljarða bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi, eins og kom fram í tilkynningu bankans í gær.

Í mars tóku nokkrir stórir bandarískir bankar sig saman og settu þrjátíu milljarða dollara inn í First Republic bankann til að forða honum frá falli. Meðal þeirra stóru banka sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum voru JP Morgan og Citigroup.

Bankinn mun þurfa að ráðast í uppsagnir vegna hins mikla taps og útlit er fyrir að hann þurfi að segja upp á bilinu 20 til 25 prósent starfsfólks síns.