27. apríl 2023 kl. 14:53
Erlendar fréttir
Jerry Springer látinn
Bandaríski þáttastjórnandinn og sjónvarpsmaðurinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá.
Springer er þekktastur fyrir samnefndan spjallþátt sem var í loftinu frá 1991 til 2018. Þátturinn naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum fyrir óheflaða framkomu gesta.
Springer var einnig þáttastjórnandi í hæfileikakeppninni America's Got Talent. Hann var lögfræðingur að mennt og var um tíma borgarstjóri Cincinnatti-borgar.