30. apríl 2023 kl. 23:31
Erlendar fréttir

Blinken heitir stuðningi við friðarferli Asera og Armena

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heitir stuðningi við friðarferli milli Asera og Armena.

epa09809876 A handout photo made available by Estonian Prime Minister Office shows US Secretary of State Antony Blinken during a press conference after their meeting in Tallinn, Estonia, 08 March 2022. Antony Blinken pays a visit to Lithuania, Latvia and Estonia to discuss Russia's military aggression against Ukraine and assistance to Ukraine, the security situation in Europe and the reinforcement of NATO's defense capabilities in the Baltic States, including U.S. military presence in the region.  EPA-EFE/RAIGO PAJULA / ESTONIAN PRIME MINISTER OFFICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
ESTONIAN PRIME MINISTER OFFICE / EPA-EFE

Hann ræddi um helgina við leiðtoga ríkjanna beggja og hvatti til að opnað skyldi fyrir umferð borgaralegra farartækja um landleiðina milli Nagorno-Karabakh og Armeníu. Ríkin tvö hafa áratugum saman deilt um yfirráð héraðsins og háð tvö mannskæð stríð vegna þess.

Blinken tjáði Ilham Aliyev, forseta Aserbaísjan, þungar áhyggjur sínar af nýuppsettri eftirlitsstöð Asera á Lachin-hliðinu, fjallvegi sem tengir Armeníu og Nagorno-Karabakh. Armenar sögðu það brot á vopnahléssamkomulagi sem komst á með fulltingi Rússa árið 2020.