4. maí 2023 kl. 17:31
Erlendar fréttir

Ed Sheeran ekki sekur um lagastuld

epa06558803 British singer and songwiter Ed Sheeran attends at a press conference for 'Songwriter' at the 68th annual Berlin International Film Festival (Berlinale), in Berlin, Germany, 23 February 2018. The Berlinale runs from 15 to 25 February.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
EPA

Dómstóll í New York komst að þeirri niðurstöðu í dag að Ed Sheeran hafi ekki gerst brotlegur um lagastuld. Erfingjar Ed Townsend, höfundar lagsins Let's get it on sem Marvin Gaye gerði vinsælt á áttunda áratug síðustu aldar, sakaði Sheeran um að hafa stolið laglínunni og notað í lagið Thinkin Out Loud.

Réttarhöldin stóðu yfir í tvær vikur. Sheeran fullyrti að hann ætlaði að hætta að semja tónlist ef hann tapaði málinu. Hann sagði það jafnframt ógn við alla tónlistarmenn sem semja eigin tónlist.

Lagið Thinking out loud kom út árið 2014 og hlaut Grammyverðlaunin sem lag ársins.