7. maí 2023 kl. 7:15
Erlendar fréttir
Fiðrildi nefnt eftir varmenninu Sauron
Vísindamenn hafa ákveðið að nefna nýuppgötvaðan flokk fiðrilda í höfuðið á varmenninu Sauron úr Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. BBC fjallar um málið.
Ástæða nafngiftarinnar er að þeim þótti hringir á rauðgulum vængjum fiðrildisins minna á hið alsjáandi auga Saurons, sem hann notar til að vaka yfir veröldinni. Sérfræðingar Náttúrugripasafnsins í Lundúnum vonast til að heitið dragi athygli að fiðrildategundinni og ýti undir frekari rannsóknir á henni.
Nú þegar falla tvær tegundir undir yfirheitið, Saurona triangular og Saurona aurigera, en búist er við að þeim eigi eftir að fjölga. Fiðrildin eru þó ekki það fyrsta úr dýraríkinu til að vera nefnt eftir Sauron, en þegar ber saurbjölltegund heitið, froskur og risaeðla.