11. maí 2023 kl. 3:37
Erlendar fréttir

Stærsta að­gerð­in gegn Ndrang­h­eta

Ítalska lögreglan handtók í gær 61 meðlim Ndrangheta mafíunnar. Í síðustu viku voru yfir hundrað handtekin og segir ítalska lögreglan þetta vera stærstu aðgerð sem framkvæmd hefur verið í tengslum við samtökin.

Handtökur áttu sér stað í sjö héruðum landsins og í þeim hafa fleiri en 500 lögreglumenn tekið þátt. Lagt hefur verið hald á eignir sem nema um 25 milljóna evra virði í tíu löndum.

Hinir handteknu eru grunaðir meðal annars um fjársvik, fíkniefnasmygl og fjárkúgun. Einn leiðtoga 'Ndrangheta, Pasquale Bonavota, var handtekinn í apríl.

Talið er að Ndrangheta mafían hafi smyglað allt að 25 þúsund kílóum af kókaíni frá Ítalíu til Belgíu, Hollands og Suður-Ameríku á milli 2019 og 2022.