13. maí 2023 kl. 17:43
Erlendar fréttir

Á þriðja tug handtekin fyrir álasmygl

27 eru í haldi frönsku lögreglunnar vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í umfangsmiklu smygli á álum. Lögreglan lagði hald á 254 kíló af álum og 200 þúsund evrur í reiðufé.

Állinn er á lista alþjóðlegra náttúruverndarsamtaka yfir dýr í útrýmingarhættu. Strangar reglur gilda um veiðar á tegundinni innan Evrópusambandsins. Álar eru vinsælir til neyslu í Asíu og er getur kílóverðið farið yfir fimm þúsund evrur, eða rúmlega 750 þúsund krónur.