Kólumbíuforseti segir börnin ekki fundin og leit standi enn yfir
Gustavo Petro forseti Kólumbíu hefur dregið til baka fullyrðingu sína frá því í gær um að börn sem hefur verið saknað vikum saman í frumskógum Amazon séu fundin á lífi. Hann eyddi fyrri færslu sinni á Twitter og skrifaði nýja þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa hlaupið svona á sig. Herinn og frumbyggjaþjóðir haldi áfram leitinni að börnunum fjórum sem ekkert hefur spurst til síðan 1. maí.
He decidido borrar el trino debido a que la información entregada por el ICBF no ha podido ser confirmada. Lamento lo sucedido. Las Fuerzas Militares y las comunidades indígenas continuarán en su búsqueda incansable para darle al país la noticia que está esperando.
— Gustavo Petro (@petrogustavo) May 18, 2023
En este…
Börnin eru þrettán ára, níu ára, fjögurra ára og það yngsta aðeins ellefu mánaða. Þau voru ásamt þremur fullorðnum um borð í flugvél sem hrapaði í regnskógum landsins. Lík þeirra fullorðnu fundust á mánudag og þriðjudag, þar á meðal lík móður barnanna. Vísbendingar hafa fundist um för barnanna, til að mynda leifar ávaxta og ungbarnapeli.
Petro lýsti í gær gleði sinni og þjóðarinnar yfir því að börnin væru öll fundin á lífi eftir langa leit hermanna. Kólumbískir miðlar fengu hins vegar enga staðfestingu á því frá hernum, og enginn leitarflokkanna sagðist vera búinn að finna börnin.