20. maí 2023 kl. 21:04
Erlendar fréttir

Meloni flýtir heim­för sinni af G7-fund­in­um vegna flóða

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ákveðið að flýta heimför sinni frá leiðtogafundi G7 ríkjanna sem nú stendur yfir í japönsku borginni Hiroshima. Meloni vill vera til staðar fyrir íbúa Emilia Romagna-héraðsins sem glíma við söguleg flóð.

epa10176105 Brothers of Italy (Fratelli d'Italia) leader Giorgia Meloni attends an election campaign rally, in Mestre, Italy, 10 September 2022. Italy will hold an early election on 25 September following the resignation of the Prime Minister.  EPA-EFE/ANDREA MEROLA
ANSA / EPA-EFE

Fjórtán eru látnir og tíu þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þetta eru verstu flóð á Ítalíu í heila öld og Meloni sá ástæðu til að þakka öðrum leiðtogum á fundinum fyrir þann samhug sem þeir hafa sýnt. Ráðherraráð Ítalíu kemur saman til fundar á þriðjudag til að ræða viðbrögð við flóðunum.