23. maí 2023 kl. 4:10
Erlendar fréttir

Ók á veg­ar­tálma nærri Hvíta húsinu og var hand­tek­inn

The White House in Washington is lit in pink in honor of breast cancer awareness month, Friday, Oct. 9, 2015.  (AP Photo/Susan Walsh)
AP

Ökumaður sendibíls var handtekinn eftir að hafa ekið á öryggistálma á Lafayette-torgi nærri Hvíta húsinu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Nokkrum nærliggjandi götum og gönguleiðum hefur verið lokað en Anthony Gueglilmi, talsmaður leyniþjónustunnar, skrifar á Twitter að enginn hafi slasast. Hann segir ástæður árekstrarins nú í rannsókn.