30. maí 2023 kl. 3:17
Erlendar fréttir

Loftárásir á Kyiv halda áfram

Slökkviliðsmenn takast á við eld sem komið hefur upp í bíl að næturlagi eftir að brak úr dróna féll á hann. Bíllinn er mjög mikið skemmdur.
ASSOCIATED PRESS / Roman Hrytsyna

Að minnsta kosti eitt fórst í loftárásum Rússa á Kyiv, höfuðborg Úkraínu, í gærkvöld. Manneskjan fórst í háhýsi eftir að tvær efstu hæðir þess hrundu. Að auki slösuðust þrjú.

Björgunarstarfsfólk rýmdu bygginguna en telja að einhver gætu enn verið undir brakinu. Ein kona var flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka eftir að hafa orðið fyrir braki úr dróna á nærliggjandi stað í Kyiv.

Fallandi brak leiddi líka til þess að það kviknaði í húsi og þremur bílum en engar upplýsingar hafa borist um mannfall þar.

Loftvarnarflautur ómuðu í Kyiv eins og fyrr í gær en borgin hefur orðið fyrir miklum loftárásum síðustu daga.