31. maí 2023 kl. 22:16
Erlendar fréttir
Pence sagður ætla í forvalsslaginn
Mike Pence, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnir í næstu viku um framboð sitt í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar á næsta ári, að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Hann er 63 ára og var varaforseti í tíð Donalds Trumps, sem einmitt sækist líka eftir útnefningu flokkisins. Sem stendur er Trump talinn líklegastur til að verða forsetaefni Repúblikana.
CNN og fleiri bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Pence hyggist tilkynna um framboðið í Iowa-ríki á miðvikudag.