9. júní 2023 kl. 7:13
Erlendar fréttir

Eitt fórst í loftárásum í Úkraínu í nótt

Einn almennur borgari fórst í loftárásum Rússa í Úkraínu í nótt. Borgarráð í borginni Zvyahel tilkynnti í færslu á Telegram að eitt hafi farist og þrjú særst í loftárásum þar.

Að auki særðust átta í loftárásum í Cherkasy héraði, samkvæmt úkraínskum fjölmiðlum. Úkraínsk yfirvöld segja að árásir hafi staðið yfir í um sex klukkustundir og að úkraínska hernum hafi tekist að granda fjórum af sex eldflaugum.