18. júlí 2023 kl. 3:06
Erlendar fréttir
Rússland

Opnað aftur fyrir umferð á Kerch-brúnni

Rússar segjast hafa opnað fyrir umferð bíla á brúnni sem tengir Krímsskaga og Rússland eftir sprengjuárás í gær. Talsmaður stjórnvalda í Rússlandi sagði að bílar væru að nota eina akbraut á Kersch-brúnni. Marat Khusnulli varaforsætisráðherra vonast til þess að geta opnað fyrir umferð í báðar áttir fyrir miðjan september.

Mynd af Kerch-brúnni.
AP

Par lést og dóttir þeirra særðist í árás á brúnni í gær. Rússar kenna Úkraínumönnum um árásina og tveir úkraínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónusta og sjóher Úkraínu hafi skipulagt hana. Fréttaveita AFP hefur þær sömu upplýsingar eftir heimildarmanni, sem og breska ríkisútvarpið, BBC.