19. júlí 2023 kl. 9:44
Erlendar fréttir
Frakkland
Yfir 700 dæmdir fyrir þátttöku í óeirðum
Yfir 700 manns hafa verið dæmdir til fangelsisvistar vegna óeirðanna sem voru í Frakklandi í síðasta mánuði. Þetta upplýsti Eric Dupond-Moretti dómsmálaráðherra Frakklands í morgun. Alls hafa hátyt í 1.300 dómar fallið og yfir 95% sakborningar hafa verið sakfelldir fyrir ýmsar sakir, allt frá skemmdarverkum til árása á lögreglumenn. Um 600 manns sitja inni nú þegar. Dupond-Moretti segir það hafa verið afar mikilvægt að bregðast hratt og vel við stöðunni - það hafi skipt öllu til að koma á röð og reglu á ný.
Óeirðirnar hófst 27. júní eftir að lögreglumaður skaut 17 ára svartan dreng til bana.