Allsherjarverkfalli afstýrt í Bandaríkjunum
Verkalýðsfélagið Teamsters og hraðsendingafyrirtækið UPS hafa komið sér saman um fimm ára kjarasamning sem þó er háður er ákveðnum fyrirvara. Með samningnum tekst að afstýra allsherjarverkfalli í Bandaríkjunum sem átti að hefjast fyrsta ágúst.
340.000 starfsmenn UPS voru í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Forysta Teamsters gerði kröfu um hærri laun fyrir hönd félagsfólks og bættar vinnuaðstæður, til dæmis loftkælingu í sendibílum.
Forysta Teamsters segja samninginn mjög hagkvæman og bendir á ýmislegt í honum sem sé til bóta fyrir félagsmenn. Til dæmis að starfsmenn UPS fái frí á Martin Luther King-daginn og að nýir starfsmenn, hlutastarfsmenn, og starfsmenn í fullu starfi, hækki í launum.
Sean O'Brien formaður félagsins segir að forystan hafi gert kröfu um besta samining í sögu UPS og fengið hann. Fyrirtækið hafi lagt þrjátíu milljarða bandaríkjadala á borðið í samningaviðræðunum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þriðja ágúst og lýkur tuttugasta og annan.