25. júlí 2023 kl. 4:31
Erlendar fréttir
Norður-Kórea

Bandaríkin fordæma eldflaugaskot frá Norður-Kóreu

Bandaríska ríkisstjórnin fordæmir eldflaugaskot Norður-Kóreumanna sem framkvæmt var í kjölfar þess að bandarískur kjarnorkukafbátur kom til Suður-Kóreu í gær.

Tveimur eldflaugum var skotið í hafið nokkrum klukkustundum eftir að kafbáturinn kom að höfn herstöðvar úti fyrir ströndum Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa endurtekið látið í ljós óánægju sína með komu kafbátsins í aðdraganda hennar og hana ögra þeim. Þeir hafa ítrekað tjáð að hverri ógn verði svarað af hörku.

Mikil spenna hefur ríkt á svæðinu undanfarið og hafa Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn gert samkomulag um kjarnorkumál til að bregðast við hugsanlegri ógn af kjarnorkuvopnabúri Norður-Kóreumanna.