Rafbílaframleiðandinn Tesla er til rannsóknar vegna ásakana um fjármálamisferli. Frá þessu var greint í Wall Street Journal í gær.
Bandarískir saksóknarar og verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hafa til rannsóknar hvort fjármunir fyrirtækisins hafi verið notaðir við leynilegt verkefni framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Elon Musk. Verkefnið sem um ræðir varðar byggingu glerhýsis nærri höfuðstöðvum Tesla og nefnist „verkefni 42“.