31. ágúst 2023 kl. 4:53
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Rannsaka Tesla vegna glerhýsis Musk

epa10144988 Tesla-founder Elon Musk attends a discussion forum at the Offshore Northern Seas (ONS) Conference, in Stavanger, Norway, 29 August 2022. The ONS is taking place from 29 August to 01 September 2022 and brings together international industry executives to discuss on 'the future of the energy industry, including new technologies, new forms of leadership and new business models', as the organizers describes it on their website.  EPA-EFE/Carina Johansen NORWAY OUT
RÚV / EPA

Rafbílaframleiðandinn Tesla er til rannsóknar vegna ásakana um fjármálamisferli. Frá þessu var greint í Wall Street Journal í gær.

Bandarískir saksóknarar og verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hafa til rannsóknar hvort fjármunir fyrirtækisins hafi verið notaðir við leynilegt verkefni framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Elon Musk. Verkefnið sem um ræðir varðar byggingu glerhýsis nærri höfuðstöðvum Tesla og nefnist „verkefni 42“.

Rannsóknin er á frumstigi.