9. september 2023 kl. 3:45
Erlendar fréttir
Bosnía og Hersegóvína

Bosnía laus við jarðsprengjur eftir 11 ára hreinsunarstarf

epa06343613 Srebrenica women protest outside the Yugoslav War Crimes Tribunal, during the verdict against Bosnian Serb military chief Ratko Mladic, in The Hague, Netherlands, 22 November 2017. Ratko Mladic is expecting the verdict at the Yugoslav War Crimes Tribunal for his genocide trial, in The Hague, Netherlands. Mladic's trial is the last major case for the Netherlands-based tribunal for former Yugoslavia, which was set up in 1993 to prosecute those most responsible for the worst carnage in Europe, since World War II.  EPA-EFE/BAS CZERWINSKI
ANP / EPA-EFE

Næstum þrjátíu ár eru liðin frá lokum Bosníustríðsins og nú hefur landið verið lýst laust við jarðsprengjur. Samtökin Norsk Folkehjelp hafa eytt næstum níutíu af hundraði allra þeirra sprengja sem skildar voru eftir að stríðinu loknu.

Þau hófu verkið árið 2012 en norska utanríkisráðuneytið hefur greitt nánast allan kostnað við að eyða eða fjarlægja 2.157 ósprungnar jarðsprengjur víðsvegar um landið. Per Håkon Breivik, stjórnandi aðgerða Norsk Folkehjelp, segir mikinn sigur unninn fyrir almenning í Bosníu sem geti nú horft til öruggrar framtíðar. Vonin nái sömuleiðis til annarra landa heimsins þar sem sprengjuógnin sé þó enn raunveruleg.