Næstum þrjátíu ár eru liðin frá lokum Bosníustríðsins og nú hefur landið verið lýst laust við jarðsprengjur. Samtökin Norsk Folkehjelp hafa eytt næstum níutíu af hundraði allra þeirra sprengja sem skildar voru eftir að stríðinu loknu.
Þau hófu verkið árið 2012 en norska utanríkisráðuneytið hefur greitt nánast allan kostnað við að eyða eða fjarlægja 2.157 ósprungnar jarðsprengjur víðsvegar um landið. Per Håkon Breivik, stjórnandi aðgerða Norsk Folkehjelp, segir mikinn sigur unninn fyrir almenning í Bosníu sem geti nú horft til öruggrar framtíðar. Vonin nái sömuleiðis til annarra landa heimsins þar sem sprengjuógnin sé þó enn raunveruleg.