10. september 2023 kl. 12:47
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Lavrov: „Vesturlöndum mistókst að Úkraínuvæða G20 fundinn“

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að fundurinn hafi markað tímamót. Fundi G20 ríkjanna lauk í morgun og fer sá næsti fram í Brasilíu að ári.

Lavrov sagði á blaðamannafundi í morgun að hann hefði ekki búist við því að samkomulag næðist um orðalag í ályktun fundarins um stríðið í Úkraínu. Þar var Rússland hvergi nefnt á nafn en Vesturlönd vildu að innrás Rússa í Úkraínu yrði fordæmd. Úkraínumenn hafa gagnrýnt ályktunina.

„Vegna samstöðu landanna í suðri sem voru að verja lögmæta hagsmuni sína var hægt að koma í veg fyrir að Vesturlöndum tækist að Úkraínuvæða alla dagskrána,“ sagði Lavrov meðal annars á fundinum. Hann sagði texta ályktunarinnar endurspegla algjörlega afstöðu rússneskra stjórnvalda.