Richard Storevik, einn af leiðtogum Fellesforbundet, einum stærstu launþegasamtökum Noregs, segir ekki útilokað að hvatt verði til sniðgöngu banka sem ákveða að hækka útlánsvexti.
AFI / EPA
Storevik fer fyrir deild 5 í samtökunum með um það bil sex þúsund meðlimi, einkum starfsfólk í iðnaði. Storevik hefur hreinlega krafist þess að bankar láti eiga sig að hækka vexti í ljósi erfiðrar efnahagsstöðu. Hann segir að bankar eigi að fara að dæmi Sparebankans í Hallingdal Valdres, sem ákvað að láta vaxtahækkun eiga sig.