26. september 2023 kl. 5:15
Erlendar fréttir
Noregur

Norskur verkalýðsleiðtogi hvetur til sniðgöngu banka sem hækka vexti

Richard Storevik, einn af leiðtogum Fellesforbundet, einum stærstu launþegasamtökum Noregs, segir ekki útilokað að hvatt verði til sniðgöngu banka sem ákveða að hækka útlánsvexti.

epa03030923 An exterior view of Norwegian DNB branch in Vilnius, Lithuania, 06 December 2011.  EPA/VALDA KALNINA
AFI / EPA

Storevik fer fyrir deild 5 í samtökunum með um það bil sex þúsund meðlimi, einkum starfsfólk í iðnaði. Storevik hefur hreinlega krafist þess að bankar láti eiga sig að hækka vexti í ljósi erfiðrar efnahagsstöðu. Hann segir að bankar eigi að fara að dæmi Sparebankans í Hallingdal Valdres, sem ákvað að láta vaxtahækkun eiga sig.