Rússnesk yfirvöld segja að átta úkraínskum árásardrónum hafi síðdegis og seint í gær verið grandað í vestanverðu landinu.
EPA-EFE/PAVLO PAKHOMENKO
Þetta gerist í kjölfar mannskæðrar árásar Rússa á þorp nærri viglínunni. Þar fórst að minnsta kosti 51 af rúmlega þrjú hundruð íbúum. Volodymyr Zelensky segir árásina lýsa hreinni illmennsku.
Í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að drónarnir hafi verið skotnir niður yfir Belgorod og Kursk og Úkraínumenn sakaðir um tilraun til hryðjuverks. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri í Belgorod, segir ekkert benda til að nokkur hafi særst. Rússar kváðust í gær hafa skotið niður þrjátíu og einn úkraínskan dróna á sömu slóðum og í Bryansk öllu norðar.