10. nóvember 2023 kl. 13:48
Erlendar fréttir
Alþjóðamál

Biden og Xi funda í San Francisco

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræða saman á fundi í San Francisco á miðvikudag í næstu viku. Markmiðið er að bæta samband og samskipti stórveldanna tveggja, sem hafa verið misgóð undanfarin misseri. Fundurinn er haldinn meðfram leiðtogafundi APEC; samtaka um efnahagslega samvinnu Asíu- og Kyrrahafsríkja. Búist er við að forsetarnir ræði einnig Úkraínustríðið, stríð Hamas og Ísraels og vaxandi spennu vegna aðgerða beggja stórvelda á Taívan-sundi og Kyrrahafi.

epa10305493 Chinese President Xi Jinping (L) greets his US counterpart Joe Biden before their meeting, one day ahead of the G20 Summit in Bali, Indonesia, 14 November 2022.  The 17th Group of Twenty (G20) Heads of State and Government Summit will be held in Bali from 15 to 16 November 2022.  EPA-EFE/XINHUA /LI XUEREN CHINA OUT / MANDATORY CREDIT  EDITORIAL USE ONLY
XINHUA NEWS AGENCY / EPA-EFE


Ár er liðið síðan þeir Biden og Xi hittust síðast. Þá funduðu þeir á indónesísku eyjunni Balí og lýstu því báðir yfir að sá fundur hefði verið hvorutveggja góður og gagnlegur. Engu að síður hefur nokkrum sinnum komið til ýfinga síðan, svo sem vegna meints njósnaloftbelgs Kínverja sem skotinn var niður í bandarískri lofthelgi og aukinna takmarkana á sölu og útflutningi bandarískra örgjörva og tölvukubba til Kína.