29. desember 2023 kl. 14:10
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu
Rússnesk flaug fór inn í pólska lofthelgi
Ein af eldflaugunum sem Rússar notuðu í umfangsmikilli árás á Úkraínu í morgun fór í gegnum pólska lofthelgi. Þetta sagði Wieslaw Kukula yfirmaður í pólska hernum á blaðamannafundi í dag.
Hann sagði flaugina hafa komið þangað frá Úkraínu, verið í pólsku lofthelginni í um þrjár mínútur og síðan yfirgefið lofthelgina aftur til Úkraínu. Hún hafi farið um 40 kílómetra inn í landið.
Pólverjar höfðu tilkynnt í morgun að óþekktur hlutur hefði sést í pólskri lofthelgi, en nú telja þeir sig vita að það var eldflaug frá Rússum.