Lekandatilfelli í Noregi hafa margfaldast undanfarin ár, einna helst eftir heimsfaraldurinn. Skráð tilfelli voru tæplega 3.000 í fyrra, sem er 40% fjölgun frá árinu á undan. Það sem af er ári hafa um 600 tilfelli greinst. NRK greinir frá.
Óttast er að bakterían hafi smám saman orðið ónæm fyrir sýklalyfjum sem áður voru notuð. Sem dæmi er aðeins eitt lyf sem enn virkar gegn lekanda í Noregi, lyfið ceftríaxón.
Útskýring Vísindavefsins á lekanda:
Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök.