12. apríl 2024 kl. 9:10
Erlendar fréttir
Þýskaland

Ungmenni grunuð um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk

Þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn piltur, fimmtán og sextán ára, eru í haldi lögreglu í Þýskalandi vegna gruns um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Þau voru handtekin nærri Dusseldorf í vestanverðu landinu.

Í tilkynningu saksóknara er ekki greint nánar frá meintum ódæðisverkum. Dagblaðið Bild segir þau hafa ætlað að fremja árás gegn lögreglu og kristnu fólki með bensínsprengjum og hnífum í nafni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Ungmennin hafi jafnframt reynt að komast yfir skotvopn.

Viðbúnaðarstig hefur verið aukið í Þýskalandi vegna aukinnar hættu á árásum síðan stríð braust út á Gaza í október.

epa