Að minnsta kosti ellefu, þar á meðal nokkur börn, voru drepin í loftárás Ísraelshers á Maghazi-flóttamannabúðirnar á Gaza í gærkvöld.
AP
Bænastund í Rafah-borg.
Al Jazeera greinir frá árásinni og vitnar til palestínsku fréttastofunnar Wafa. Eins eru sjö sögð hafa verið drepin þegar ísraelsk herþota gerði árás á Yabna flóttamannabúðirnar í borginni Rafah, sunnanvert á Gaza. Fjögur börn eru sögð meðal þeirra sem létu þar lífið. Yfir ein og hálf milljón Palestínumanna hefur leitað skjóls í Rafah, undan árásum Ísraelshers annars staðar á Gaza.