Möguleiki á sögulegu samþykki á Bandaríkjaþingi
Mögulegt er að sjaldgæf samstaða náist á Bandaríkjaþingi á laugardag, þegar þingmenn greiða atkvæði um 61 milljarðs dollara hernaðarstuðning við Úkraínu.
Mike Johnson, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, þarf að leita á náðir Demókrata um stuðning. Hann verður ekki auðsóttur, en góður möguleiki er á samstarfi.
Forsætisráðherra Úkraínu er í Bandaríkjunum til að viða að stuðningi við Úkraínu. Hann segir að sigur Rússa gæti hleypt þriðju heimsstyrjöldinni af stað.